Fara í efni
Íþróttir

Lárus Ingi lék á pari og tók forystuna

Lárus Ingi Antonsson lék Jaðarsvöll á pari í dag, sem er besta skor á mótinu til þessa. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lárus Ingi Antonsson, ríkjandi Akureyrarmeistari í golfi, lék Jaðarsvöll á pari í dag – notaði 71 högg – sem er besta skor á mótinu til þessa. Hann tók þar með forystuna í meistaraflokki karla.

Eyþór Hrafnar Ketilsson lék á 72 höggum fyrsta dag mótsins, einu yfir pari, og var með þriggja högga forystu eftir tvo daga. Hann lék hins vegar á sex höggum yfir pari í dag er þremur höggum á eftir Lárus Inga fyrir síðasta keppnisdag en mótinu lýkur á morgun.

Engin spenna er í meistaraflokki kvenna, Andrea Ýr Ásmundsdóttir hafði örugga forystu eftir fyrsta dag og heldur sínu striki. Hún lék á sex höggum yfir pari í dag og er 24 höggum á undan hinum tveimur í meistaraflokknum. 

Staðan í meistaraflokki karla er þessi fyrir síðasta dag Akureyrarmótsins:

 • 219 Lárus Ingi Antonsson 75 – 73 – 71
 • 222 Eyþór Hrafnar Ketilsson 72 – 73 – 77
 • 224 Tumi Hrafn Kúld 74 – 76 – 74
 • 233 Mikael Máni Sigurðsson 81 – 76 – 76
 • 238 Óskar Páll Valsson 81 – 79 – 78
 • 239 Örvar Samúelsson 79 – 84 – 76
 • 241 Magnús Finnsson 76 – 83 – 82
 • 241 Veigar Heiðarsson 74 – 84 – 83
 • 242 Patrik Róbertsson 79 – 83 – 80

Staðan í meistaraflokki kvenna:

 • 231 Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 73 – 81 – 77
 • 255 Kristín Lind Arnþórsdóttir, 82 – 88 – 85
 • 255 Kara Líf Antonsdóttir, 82 – 86 – 87

Frétt Akureyri.net um fyrsta dag mótsins 

Frétt Akureyri.net um annan dag mótsins