Fara í efni
Mannlíf

Lag sem Birkir samdi átta ára – MYNDBAND

Birkir Blær Óðinsson hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4. Í kvöld syngur hann lagið Húsavík (My home town) úr húsvísku Hollywood myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, eins og Akureyri.net greindi frá í vikunni.

Birkir Blær byrjaði ungur að leika á hljóðfæri. Meðfylgjandi myndband var tekið 19. nóvember 2008, þegar hann var átta ára og nemandi í Hrafnagilsskóla. Þarna frumflytja nemendur bekkjarins verk eftir Birki, sem samdi bæði lag og texta. Verkið heitir Draugagangur. Hópurinn hafði æft lagið í nokkrar vikur í tónmenntatímum hjá Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara, sem stjórnar flutningnum. Birkir Blær leikur á píanó, hinir krakkarnir syngja og leika á fleiri hljóðfæri, selló, tréspil og ýmis ásláttarhljóðfæri.

Einn kennara skólans tók myndband af flutningnum og gaf Akureyri.net góðfúslegt leyfi til að birta upptökuna.

Sjón og heyrn er sögu ríkari! Smellið hér til að horfa og hlusta.

Hitti Ed Sheeran og get dáið hamingjusamur!