Kveldúlfur snýr aftur að ári – MYNDIR

Tónlistarhátíðin Kveldúlfur fór fram í fyrsta skipti á Hjalteyri 12. júlí síðastliðinn. Annar skipuleggjenda, Sara Bjarnason, var mjög ánægð með daginn. „Hátíðin gekk vonum framar, við seldum um helming miðanna sem við teljum okkur lukkuleg með, enda ekkert grín að koma einhverju nýju á koppinn. Það gekk allt að óskum, bæði lista- og starfsfólk ásamt tónleikagestum naut sín afskaplega vel. Veðrið var fallegt og virkilega góð stemning,“ segir Sara, en hún skipulagði hátíðina ásamt Vikari Mar Valssyni. Hér má lesa frétt Akureyri.net um hátíðina.
Sara segir það á hreinu að hátíðin muni snúa aftur að ári, og enn bætist í menningarhátíðarflóru Eyjafjarðar. Daníel Starrason ljósmyndari var á hátíðinni og tók fullt af myndum, sem við birtum góðfúslega hér.