Fara í efni
Mannlíf

Krúttlegastur allra knattspyrnuvalla?

„Sana-völlurinn. Sana-Wembley, eins og margir kölluðu hann af djúpri lotningu en um leið ofurlítilli kaldhæðni. Er hægt að hugsa sér krúttlegri knattspyrnuvöll í þessum heimi? Og samvinnuþýðari.“

Þannig hefst Orrablót dagsins – pistill Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu. Pistlar Orra Páls, þar sem hann lítur yfirleitt um öxl, til æskuáranna á Akureyri, birtast annan hvern föstudag á akureyri.net.

„Meðan allt gras lá í dvala og malarvellir Þórs og KA komu seint og illa undan vetri var Sana-völlurinn alltaf klár í slaginn eldsnemma á vorin, jafnvel meðan enn ríkti vetur. Hvað hefðu sparkendur bæjarins gert án hans, árum og áratugum saman? Ábyggilega koðnað niður og dregist aftur úr kollegum sínum fyrir sunnan.“