Fara í efni
Íþróttir

Körfubolti í Höllinni, handbolti í KA-heimili

Heiða Hlín Björnsdóttir og Pætur Mikkjalsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Heiða Hlín Björnsdóttir og Pætur Mikkjalsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Tveir boltaleikir eru á dagskrá á Akureyri í dag: kvennalið Þórs í körfubolta tekur á móti Stjörnunni í næst efstu deild Íslandsmótsins og KA-menn taka á móti Völsurum í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. 

Þór og Stjarnan hefja leik klukkan 16.00 í Íþrótthöllinni. Þórsarar eru efstir í deildinni, liðið hefur unnið alla þrjá leikina, en lið Stjörnunnar er án stiga eftir þrjú töp.

KA og Valur hefja svo leik klukkan 18.00 í KA-heimilinu. Valsmenn eru efstir í Olísdeildinni, hafa unnið alla fjóra leikina til þessa en KA-menn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur.