Fara í efni
Mannlíf

Klukkustrengir og mildin í kliði prjónanna

Ef það rigndi eitthvert sumarið, en það var ekki um það rætt á Akureyri, sat hún löngum við hannyrðir sínar í betri stofunni. En henni féll aldrei verk úr hendi, það var erindi hennar og akkeri í lífinu, og lítill strákhnokki átti það til, eftir asnaprik og eltingaleiki dagsins, að setjast niður við fótlegg hennar til þess eins að heyra mildina í kliði prjónanna. Þar voru dáhrifin komin.

Þannig hefst 87. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En þá var hún að leggja til atlögu við enn einn klukkustrenginn. Og handavinnan var þeirrar náttúru að maður safnaði höfgi og ró. Enda fór það jafnan svo að sá hinn sami dró ýsurnar heldur fast og varanlega við fótskör mömmu sinnar.

Pistill dagsins: Klukkustrengir