Fara í efni
Fréttir

Upphaf vígsluathafnar, ekki loftvarnarmerki!

Upphaf vígsluathafnar, ekki loftvarnarmerki!

Þegar Akureyrarkirkja var vígð, 17. nóvember 1940, stóð heimsstyrjöldin síðari yfir. Bretar hernámu Ísland um vorið og hópur þeirra hafði aðstur á Akureyri og nágrenni. Heimamenn og hermenn voru því jafnan öllu viðbúnir. Þess vegna þótt sérstök ástæða til að benda bæjarbúum að engin hætta yrði á ferðum þótt klukku kirkjunnar nýju yrði hringt kvöldið fyrir vígsluathfönina. Í auglýsingu á forsíðu bæjarblaðsins Dags, segir: „Vígsla kirkjunnar fer fram næstk. sunnudag 17. þ.m. og hefst kl 1. Athygli bæjarbúa skal vakin á því, að á laugardagskvöldið kl. 6. e.h. verður kirkjuklukkunni hringt nokkra stund. Er það upphaf vígsluathafnarinnar, en ekki loftvarnarmerki.“