Fara í efni
Íþróttir

Kári Gautason lánaður til HK út leiktíðina

Kári Gautason í síðasta leiknum með KA í bili, Evrópuleiknum gegn Silkeborg á fimmtudaginn var. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnudeild KA hefur lánað hægri bakvörðinn Kára Gautason til 1. deildarliðs HK út þetta keppnistímabil. Kári er 21 árs uppalinn KA-maður en hefur fengið færri tækifæri með KA-liðinu í ár en í fyrra. Hann hefur leikið 30 leiki í efstu deild, flesta þeirra á síðasta tímabili. Hann kom líka við sögu í öllum leikjum KA í bikarkeppninni í fyrra, þegar liðið hampaði bikarmeistaratitlinum.

Kári hefur einnig leikið með Dalvík/Reyni og Magna á ferlinum og eina mark hans í meistaraflokki var einmitt sigurmarkið í 3:2 sigri Dalvíkur/Reynis gegn Völsungi sumarið 2023, þegar Dalvík/Reynir bar sigur úr býtum í 2. deild.