Kanínubændur á efri mörkum Akureyrar

Við héldum kanínur á Syðri-Brekkunni, sem þótti virðingarvert, og raunar gott betur, því það var ekki annað að sjá á okkur en að við værum bændur á efri mörkum Akureyrar, sem yrktu land sitt af alúð og kostgæfni.
Þannig hefst 86. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Fyrir ofan Espilundinn voru einungis ræktarlönd frístundabænda og nokkurra hestamanna þegar við frumbýlingarnir komum okkur fyrir í þessum vestustu byggðum Syðri-Brekkunnar. Ekkert hafði verið byggt ofan við endilangan Mýrarveginn á þeim árunum, og svo langur vegur var að Lundi, búinu undir fæti Hlíðarfjalls, að ungt fólk var enn þá að fara þangað í skátaferðalög.
Pistill dagsins: Kanínur