Kælismiðjan Frost kaupir Mekatronik

Kælismiðjan Frost hefur keypt verkfræðistofuna Mekatronik í Hafnarfirði og er hluti kaupverðs greiddur með hlutafé í Frost. „Kaupin munu styðja undir enn frekari þróun inn á sjálfvirkni og stýringar hjá Frost og styrkja stöðu samstæðunnar sem ein sú öflugasta á sviði kælitækni, rafbúnaðar, hönnunar og sjálfvirkni á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Kælismiðjan Frost hefur verið í fararbroddi í kæli- og frystilausnir fyrir matvælaiðnaðinn í yfir 30 ár. Á meðan tækninni fleygir fram hefur markmið Frost síðustu 5 árin verið að byggja upp og efla félagið á sviði rafmagnshönnunar, stýringa og sjálfvirkni. Mekaronik er ungt fyrirtæki, en með áratuga reynslu starfsmanna á sviði hönnunar, sjálfvirkni og stýringa á breiðu sviði iðnaðar með áherslu á sjávarútveg.
Saman getum við boðið upp á mun víðtækari og fjölbreyttari þjónustu á öllum sviðum starfseminnar
Fagleg viðhaldsþjónusta og breytingar í skipum ásamt þjónustu rafbúnaðar fyrir útgerðir, verksmiðjur og annan iðnað hefur verið höfuðáhersla Mekaronik verkfræðistofu. „Að fá Mekatronik inn í hópinn okkar mun rafmagnstæknideildin okkar styrkjast til muna og renna stoðum undir enn sterkari einingu þvert á öll okkar sérsvið með aukinni sérþekkingu, slagkrafti og þjónustustigi við viðskiptavini beggja félaga ásamt TG raf sem Frost keypti á seinni hluta síðasta árs,“ segir Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Frost, sem mun einnig taka við framkvæmdastjórn Mekatronik. Að öðru leyti starfar fyrirtækið áfram sem fyrr.
„Saman getum við boðið upp á mun víðtækari og fjölbreyttari þjónustu á öllum sviðum starfseminnar þar sem hlúð verður að kjarnastarfsemi fyrirtækjanna sem stefnt er á að auka og efla til framtíðar,“ bætir Guðmundur við.
Mikil reynsla og þekking
Hjá félögunum munu starfa alls 117 manns á starfstöðvum á Akureyri, Grindavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Selfossi og Kolding í Danmörku. Guðmundur segir afar ánægulegt að kynnast eigendum Mekatronik og finna að hjá þeim býr mikil reynsla og þekking sem að passar afar vel við hugmyndafræði Frost um aukinn fókus á rafmagns og sjáfvirknisvið til að auka við þjónustu til viðskiptavina.
„Að sama skapi mun reynsla og þekking Frost nýtast viðskiptavinum Mekatronik afar vel. Það er okkur tilhlökkunarefni að kynnast starfsfólki Mekatronik betur og efla okkur saman í starfi,“ segir Guðmundur að lokum.