Fara í efni
Íþróttir

KA vann sanngjarnan sigur á HK í Kópavogi

Magnús Dagur Jónatansson hefur byrjað leiktíðina vel með KA. Þessi stórefnilegi leikmaður gerði sex mörk í gær úr jafn mörgum skotum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann HK 31:27 í Kópavogi í gærkvöld í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, og er komið með fjögur stig að loknum jafn mörgum leikjum en HK er enn án stiga.

Akureyri.net hafði því miður ekki tök á að fylgjast með leiknum en bendir hér á prýðilega umfjöllun mbl.is um leikinn og viðtöl við Andra Snæ Stefánsson þjálfara KA og KA-manninn Halldór Jóhann Sigfússon sem þjálfar HK.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8, Magnús Dagur Jónatansson 6, Einar Birgir Stefánsson 5, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 4, Morten Linder 4, Aron Daði Stefánsson 2, Daníel Matthíasson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 12, þar af 2 víti (32,4%) – Úlfar Örn Guðbjargarson 0.

Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 8, Haukur Ingi Hauksson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Andri Þór Helgason 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Örn Alexandersson 1.

Varin skot: Róbert Örn Karlsson 7, 20,6% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1, 20%.

Öll tölfræðin á HB Statz