KA vann og fór áfram í Evrópukeppninni

KA sigraði FK Jelgava frá Lettlandi 1:0 á heimavelli í dag í umspili Evrópudeildar unglinga í knattspyrnu. Liðin gerðu 2:2 jafntefli í fyrri leiknum í Lettlandi og KA-strákarnir eru því komnir áfram. KA mætir PAOK frá Grikklandi í tveimur leikjum í undanúrslitum umspilsins.
Það var Þórir Hrafn Ellertsson sem gerði eina mark leiksins á 27. mínútu, eftir að KA-menn höfðu gert harða hríð að marki gestanna í nokkurn tíma og Velika markvörður gestanna m.a. varið fastan skalla Þóris í þverslá.
Brotið var í einum KA-manna rétt utan vítateigs. Valdimar Logi Sævarsson tók aukaspyrnuna, glæsilegt skot hans small efst í stönginni nær og boltinn hrökk þaðan út í markteiginn. Þórir Hrafn var fyrstur að átta sig, skaust fram og kom boltanum í tómt markið.
Valdimar Logi Sævarsson, til vinstri, býr sig undir að taka aukaspyrnuna.
Martins Velika, góður markvörður lettneska liðsins, átti ekki möguleika á að vera glæsilegt skot Sævars. Boltinn small í stönginni ...
... og fór þaðan út í markteiginn þar sem Þórir Hrafn Ellertsson (9) skaust fram og skoraði.
Markinu fagnað! Valdimar Logi Sævarsson, sem skaut í slá úr aukaspyrnunni, er til vinstri.