Fara í efni
Íþróttir

KA-menn verða að vinna í Hafnarfirði í dag

Ásgeir Sigurgeirsson fagnar sigurmarki sínu gegn Stjörnunni um helgina; marki sem hélt vonum KA um sæti í efri hluta deilarinnar á lífi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA mætir FH í Hafnarfirði á dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leiknum var frestað fyrr í sumar og næsta sunnudag er svo síðasta umferð hefðbundinnar deildarkeppni á dagskrá.

Leikurinn í Hafnarfirði kl. 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

KA-menn verða að sigra í dag til að eiga möguleika á að verða í hópi sex efstu liða þegar deildinni verður skipt upp í tvo hluta áður en lokakaflinn verður leikinn.

Sjá nánar hér í frétt frá því í gær