Fara í efni
Íþróttir

KA getur komist í 2. sæti með sigri í dag

Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar markinu sem tryggði KA sigur á Stjörnunni fyrr í sumar. Ljósmynd: fo…
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar markinu sem tryggði KA sigur á Stjörnunni fyrr í sumar. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð.

KA getur komist upp að hlið Víkings í 2. sæti efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildarinnar, með sigri á Stjörnunni í dag.

KA er í fjórða sæti með 27 stig eftir 15 leiki, en Víkingur hefur 30 stig að loknum 16 leikjum. Valur er efstur með 33 stig eftir 16 leiki en Breiðablik, sem hefur lokið 15 leikjum, er með 29 stig.

Stjarnan er í níunda sæti með 16 stig eftir jafn marga leiki, Fylkir er einnig með 16, HK 13 og ÍA á botninum með 12 stig.

KA vann fyrri leik sumarsins við Stjörnuna 1:0 í Garðabæ 24. maí þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði á 82. mín., korteri eftir að hann kom af varamannabekknum.

Leikur KA og Stjörnunnar hefst á Akureyrarvelli (Greifavellinum) klukkan 16.00.

Smellið hér til að lesa um fyrri leik liðanna í sumar.