Fara í efni
Íþróttir

Jaðarsvöllur verður opnaður í næstu viku

Golfvöllurinn að Jaðri verður opnaður næsta miðvikudag, 19. maí, og fyrsta mót sumarsins hefur verið sett á laugardaginn 29. maí.

Á heimasíðu GA segir að veitt verði verðlaun fyrir efstu þrjú sætin bæði í punktakeppni með forgjöf og í höggleik án forgjafar. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum, paráfylling á Klappir. Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Vinnudagar framundan

Á mánudag og þriðjudag, 17. og 18. maí, verða vinnudagar á Jaðri frá klukkan 16.00 til 19.00 og eru klúbbfélagar hvattir til að koma og leggja hönd á plóg. Allir eru sagðir finna eitthvað við sitt hæfi!

Dæmi um verkefni:

  • Þrífa stéttar í kringum golfskálann
  • Setja útihúsgögn á pall
  • Bæta salla í stíga og hefla
  • Raka glompur
  • Almenn hreinsun í kringum golfskálann
  • Týna rusl á vellinum
  • Grisja greinar og tré

Völlurinn kemur vel undan vetri, að því er segir á vef GA.  „Það er okkur hjá GA gríðarlega mikilvægt að eiga góða sjálfboðaliða og hlökkum við til að hitta sem flesta á mánudag og þriðjudag,“ segir á vef klúbbsins. Súpa, brauð og kaffi verða í boði fyrir sjálfboðaliða klukkan 19.00 báða dagana.