Í bakgarðinum bar rabarbarinn af

Í bakgarðinum bar rabarbarinn af. Hann var kórónan í matjurtarbeðinu og stóð þar hæst með stilka sína og laufblöð sem lágu eins og þakhvelfing yfir moldu jarðar á okkar skika Espilundar.
Þannig hefst 96. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Allt byrjaði þetta sem veikur vorgróður undir rísandi sól, og brumin svo bág að maður gat allt eins ætlað að vöxturinn væri vonlaus. En rabarbarinn afsannaði það allt saman, svo snöggur sem hann snaraði sér úr moldu þegar frerinn fór úr jörðu, en það var ekki laust við að maður héldi með honum aftan við hús, því hann flutti með sér blómgunina, frjóvgunina, þau sannindi að sólin bæri ávöxt.
Pistill Sigmundar í dag: Rabarbari