Fara í efni
Mannlíf

Hárprýði, áþekk hárri heysátu á höfðinu

„Það voru ekki alltaf fjármunir fyrir hendi á heimilinu til að bregða sér í lagningu niðri í bæ. Gott ef það var ekki bara á færi fínni frúnna að setjast mánaðarlega inn á hárgreiðslustofurnar til að láta fagfólkið túbera á sér lokkana.“

Þannig hefst 19. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Hann heldur áfram: „Hinar sátu heima. Oftar en ekki. En dóu þó ekki ráðalausar. Eftir baðþvottinn, einhvern rólegri daginn, var komið sér fyrir við eldhúsborðið með álitlegum spegli við hliðina á kambi og nælonpoka, fullum af rúllum.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.