Mannlíf
Gulrótnastuldur og algjör niðurlæging
28.09.2025 kl. 06:00

Á haustin nutum við ávaxta sumarsins sólgnir í gulrætur og jarðarber en jarðarberin jafn sjaldgæf sem eftirsótt og eigendur þeirra vel á verði. Hélst pabba illa á gulrótum sunnan gróðurhúss og jarðarberin hurfu eins og dögg fyrir sólu í rökkrinu og þurfti ekki myrkrið til. Frekar að slík rækt gengi í gróðurhúsinu því þá sáum við Simmi um berin.
Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
Annars var öllu grænmeti stolið. Fólk hafði mismikinn vara á sér og fáir freistuðu gæfunnar hjá Ottó brjál eða Helga Steinar. Hver lóð laut sínum lögmálum og gilti að gjörþekkja eðli og venjur garðeiganda en Eyrarpúkar með eina görn hertu hver annan í uppskerunni.
Pistill dagsins: Gulrótnastuldurinn