Fara í efni
Mannlíf

Gráþröstur á mörkum þess að setjast hér að

Í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga fjallar Sigurður Arnarson um gráþröst, skógarfugl sem hann segir við það að nema land á Íslandi. Gráþröstur „er fyrst og fremst algengur haust- og vetrargestur sem kemur gjarnan í október og nóvember,“ segir Sigurður. Við vitum ekki fyrir víst hvort komið sé að því að telja megi hann reglulegan varpfugl hér á landi. Sennilega er bara tímaspursmál hvenær við föllumst á að hann tilheyri íslenskum varpfuglum,“ skrifar hann.
 

Meira hér: Gráþröstur