Fara í efni
Fréttir

Gífurlegt verk framundan við Þverá

Þarna lá Eyjafjarðarbraut eystri yfir Þverá, sem rennur í gegnum ræsið. Ljósmyndir: Skapti Hallgríms…
Þarna lá Eyjafjarðarbraut eystri yfir Þverá, sem rennur í gegnum ræsið. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Að líkindum verður ekki hægt að hleypa umferð hefðbundna leið um Eyjafjarðarbraut eystri yfir Þverá fyrr en eftir nokkra mánuði.  Vegurinn yfir ræsi, sem Þverá rennur í gegnum, eyðilagðist í miklum leysingum í lok júní, flestir geta ekið yfir gömlu brúna rétt ofan við þá nýju en allir stærri bílar, mjólkurbílar og slíkir, verða að aka fram í fjörð vestan Eyjafjarðarár.

Mjög mikil vinna er framundan við að laga aðstæður. Talið er víst að ræsið – steypustokkurinn – hafi skemmst í leysingunum og til að kanna ástand hans og gera við verður að beina ánni framhjá stokknum um tíma. Þegar hefur verið mokað burt á sjöunda þúsund rúmmetra efnis við ræsið vegna þessa.

Næstu tvær myndir: Horft til suðurs eftir veginum yfir Þverá 30. júní og sami staður í gær; enginn vegur en þarna sést gamla brúin, sem umferð er hleypt er yfir nú. 

Næstu tvær myndir eru teknar nánast á sama stað, sú efri 30. júní en hin í gær.

Mynd að neðan: Horft af gömlu brúnni yfir staðinn þar sem vegurinn lá yfir Þverá þar til leysingarnar í lok júní eyðilögðu hann. Gamla brúin hefur verið tekin í notkun tímabundið á ný.

Myndin að neðan: Ekki verður framar ekið á þessu malbiki, sem var á veginum yfir Þverá en er nú í haug norðan við árfarveginn.