Fara í efni
Fréttir

Eyjafjarðará hluti af stóru rannsóknarverkefni

Þorleifur Ágústsson, til vinstri, og Erik Karlsson við rannsóknartækið sem nú hefur verið sett upp við Eyjafjarðará og greinir og flokkar erfðaefni fiska í ánni. Mynd Skapti Hallgrímsson.

Stórt evrópskt verkefni á sviði umhverfisrannsókna teygir sig til Íslands og Eyjafjarðará verður miðpunktur rannsókna þar sem nýjustu tækni á sviði erfðavísinda verður beitt. Tilgangurinn er að kanna hvaða áhrif hnúðlaxar hafa á vistkerfi árinnar en hnúðlax hefur verið skilgreindur sem ágeng tegund og er afar óvelkominn í íslenskum veiðiám. Við þessar rannsóknir í Eyjafjarðará verður notað byltingarkenndur tæknibúnaður, sá eini sinni tegundar í Evrópu.

Verkefni þetta nefnist PHAROS og er samstarfsverkefni 24 háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og sem miðar að því að vernda og endurheimta vistkerfi sjávar, koma í veg fyrir og vinna gegn mengun sjávar ásamt því að vinna að uppbyggingu sjálfbærs kolefnislauss blás hagkerfis. Þetta er stórt og flókið verkefni til fimm ára og það fékk styrk frá Evrópusambandinu upp á tæplega 1,5 milljarð íslenskra króna.

Dr. Þorleifur Ágústsson leitaði í heimahagana með rannsóknina

Það er Akureyringurinn dr. Þorleifur Ágústsson sem leiðir íslenska hluta verkefnisins, í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku, DTU. Hann starfar hjá fyrirtæki sem heitir Blár Akur, sem er hluti af norska stórfyrirtækinu DNV, og tekur Blár Akur þátt í verkefninu í samstarfi við DTU. Þorleifur hefur átt farsælt samstarf við Einar Eg. Nielsen prófessor hjá DTU og aðra vísindamenn þar um árabil á sviði rannsókna og ráðgjafar og var þess vegna beðinn um að taka þátt í verkefninu.

Þorleifur, eða Tolli eins og hann er oftast kallaður, ólst upp á Akureyri en flutti þaðan árið 1988. Hann lagði stund á líffræði við Háskóla Íslands og nam síðan við háskólann í Gautaborg. Þaðan lauk hann doktorsprófi í fiskalífeðlisfræði og hefur sinnt rannsóknum og ráðgjöf. Hann hefur áratugareynslu í rannsóknum á sviði fiskalífeðlisfræði, umhverfismálum tengdum fiskeldi, og hvernig best er að haga eldi með velferð fiska að leiðarljósi.

Þorleifur var á ferð hér fyrir norðan á dögunum, ásamt Erik Karlsson samstarfsmanni sínum, við að koma fyrir tækjabúnaði við Eyjafjarðará og akureyri.net náði tali af honum af því tilefni.

Hvernig skyldi það hafa komið til að ákveðið var að rannsaka Eyjafjarðará sérstaklega? Það kemur ekki á óvart að heyra að norðlenskur uppruni Þorleifs og sambönd hans hér skiptu mestu máli. „Í vor byrjuðum við að undirbúa þetta hérna og ástæðan fyrir því að Eyjafjörður var valinn var einfaldlega sú að ég er frá Akureyri og það er afar mikilvægt að eiga gott samstarf og samband við veiðifélagið, landeigendur og aðra sem eru hagsmunaaðilar í svona verkefni,“ útskýrir Þorleifur.

Þorleifur Ágústsson tekur sýni úr Eyjafjarðará til erfðagreiningar.

Hann bætir við að Háskólinn á Akureyri spili líka stórt hlutverk í þessari ákvörðun. „Við erum að vinna með svona flókna tækni og tæki sem eru viðkvæm og þá er ofboðslega mikilvægt að til staðar sé háskóli með færu fólki. Til dæmis þurftum við að taka tækið okkar inn í gær og vinna með það inni á rannsóknarstofu í háskólanum á meðan við vorum að endurstilla það og fara yfir,“ segir Þorleifur. Hann bætir við að þarna gefist líka tækifæri til að búa til samstarf Háskólans á Akureyri við DTU, sem sé náttúrlega risi á sviði rannsókna í víðum skilningi. Þorleifur nefnir einnig samstarf þeirra við Erlend Steinar Friðriksson, sem sé öllum hnútum kunnugur um Eyjafjarðará og hefur starfað mikið fyrir veiðifélag árinnar, og Steingrímur Magnússon hafi líka verið þeim til aðstoðar við uppsetningu búnaðar í ánni.

Hnúðlax er ágeng tegund og óvelkominn í veiðiár

Eins og áður segir er Blár Akur hluti af norsku samsteypunni DNV og Þorleifur er búinn að starfa þar í um eitt ár við að byggja upp rannsóknir og ráðgjöf. Blár Akur hefur meðal annars mikið unnið sem óháður aðili í eftirliti með fiskeldi og fylgst með því að það sé framkvæmt á umhverfisvænan hátt.

Samstarf DTU og Blás Akurs er með áherslu á ágengar tegundir (e. invasive species) en nú er farið að bera mjög á hnúðlaxi í íslenskum ám og hætta getur verið á að hann hafi neikvæð áhrif á vistkerfi ánna. Ágengar tegundir eru kallaðar svo þegar um er að ræða tegundir dýra eða plantna sem koma inn í náttúruna en eiga ekki heima í viðkomandi vistkerfi.

Af hverju skyldi hnúðlax vera svona óvelkominn í íslenskar ár? Af hverju er hann svona framandi? 

  • Hnúðlax er ágeng tegund sem á auðvelt með koma sér fyrir á nýjum svæðum og stækka stofninn hratt. Hann er veruleg umhverfisáhætta fyrir vistkerfi áa með því minnka vatnsgæði, keppa við þær tegundir sem fyrir eru, dreifa sjúkdómum og raska vistfræðilegu jafnvægi. Hnúðlaxinn, sem einnig er nefndur bleiklax, tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa. Náttúrleg heimkynni tegundarinnar eru við strendur norðanverðs Kyrrahafs og við strendur Norður-Íshafsins. Hnúðlaxa í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa með hafbeit á hnúðlöxum í ám við Hvítahaf og á Kólaskaga. Hans varð fyrst vart í íslenskum ám um 1960 og fjöldi veiddra hnúðlaxa fer nú vaxandi ár frá ári. Hnúðlax þykir þokkalegur matfiskur sé hann veiddur í sjó en fljótlega eftir að hann gengur upp í árnar verður hann óætur.

Tækjabúnaður sem nemur og greinir erfðaefni í ánni

Þorleifur segir að í verkefninu sé beitt nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum, þar sem notast verður við svokallað umhverfiserfðaefni (e: environmental DNA, eDNA) til að nema hnúðlax, bæði nálægt árósum sem og í völdum ám. „Í stað þess að við séum að reyna að veiða fiskinn þá erum við að taka erfðaefni beint úr ánni og sjáum þá um leið hvaða fiskar eru að synda þarna um. Hvort sem það er bleikja, urriði eða hnúðlax,“ útskýrir Þorleifur og blaðamaður verður hreinlega forviða við að hlusta á lýsingarnar á þessari tækni. Hljómar eins og vísindaskáldsaga.

Rannsóknarhópurinn við Eyjafjarðará í lok apríl í vor. Erik Karlsson, Einar Eg. Nielsen, Magnus Wulff Jacobsen og Þorleifur Ágústsson.

Þetta er sannarlega byltingarkennd tækni og lykillinn að henni er tækið sem Þorleifur og Erik komu með. Ásamt þeim tveim komu Einar Eg. Nielsen prófessor og dr. Magnus Wulf Jacobsen einnig til landsins vegna verkefnisins. Erik Karlsson er doktor í erfðafræði fiska og er sérfræðingur í vinna á svona tæki og Þorleifur segir hann stýra aðalvinnunni við það. Þetta er sjálfvirk umhverfissöfnunarvél sem getur síað sjó og vatn, einangrað erfðaefni og magngreint hnúðlax. „Þetta tæki er í raun heil rannsóknarstofa, það getur undir okkar stjórn og sjálfkrafa tekið vatnssýni úr ánni og þegar það finnur það erfðaefni sem við erum leita að, og í þessu tilfelli er það bleikja, urriði eða sjóbirtingur og hnúðlax, magnar tækið upp erfðaefnið svo hægt staðfesta þá greiningu um raunverulega ræða þessar tegundir, útskýrir Þorleifur. Hann segir að tækið sé afskaplega nákvæmt og með þessu móti mun verkefnið skila mikilvægum upplýsingum um göngur hnúðlaxa svo bregðast megi við í tæka tíð.

Rannsóknartækið er staðsett í þessum gámi við ána og erfðagreinir vatnssýni úr ánni í rauntíma.

Tækið sendir upplýsingar frá sér í rauntíma og Þorleifur segir að þeir geti einfaldlega skoðað í símanum hvenær sem er hvaða DNA-efni eru á ferðinni. Þessi tækni gefi því fyrstu viðvörun miklu fyrr um að hnúðlax sé mættur í ána, heldur en að frétta af því þegar hann bíti á agn stangveiðimanna. Markmiðið hjá þeim sé líka að miðla þeim upplýsingum sem fást og rauntímagögn verði sett inn á vefsíðu verkefnisins þannig að veiðifélagið, og í raun hver sem er, geti séð hvað er að gerast í ánni. Ennfremur er myndavélabúnaður í ánni og er vonast til að hægt verði að nema fiska þegar þeir synda hjá. 

Tæknin upphaflega þróuð fyrir olíuiðnaðinn í Noregi

Umhverfissöfnunarvélinni hefur verið komið fyrir við Eyjafjarðará og slanga liggur frá henni út í ána. Sýni eru tekin með ákveðnu millibili, erfðaefni safnað og sjálfvirkur þreifari sem þeir hafa hannað „þefar“ erfðaefni úr þeim fiskum sem leitað er að.

Þessi háþróaði rannsóknarbúnaður er vitanlega bæði flókinn og afskaplega dýr, en tækið er hannað og framleitt af vísindamönnum í Bandaríkjunum og er það eina sinnar tegundar sem til er í Evrópu. Þorleifur útskýrir að þessi tækni hafi upphaflega verið þróuð í öðrum tilgangi en fylgjast með fiskum í veiðiám. Norskir vísindamenn á sviði umhverfisrannsókna hafi verið í samstarfi við þá bandarísku og þessi tækni hafi upphaflega verið notuð til að vakta olíuleka kringum norska olíuborpalla. Þá var ekki verið að leita að olíu í sjónum heldur bakteríum sem þrífast á olíu. Þær finnist löngu áður en vart verður við olíuleka eftir hefðbundnum leiðum. Þannig byrjaði þetta. Það er oft þannig í þessum bransa peningarnir eru mjög mikið í kringum olíuna, kröfurnar eru gríðarlegar þar, og þá er oft hannaður búnaður sem er þá hægt nota við aðrar rannsóknir og þannig hefur þetta tæki verið aðlagað, segir Þorleifur.

Sýni eru ennfremur tekin á völdum stöðum í ánni og er umhverfiserfðaefni síað úr vatninu á filter, sem svo er geymt í lausn sem varðveitir erfðaefnið þar það er svo greint á rannsóknarstofu.

Eins og áður segir er búið að koma rannsóknartækinu fyrir og að sögn Þorleifs er staðan í dag er sú að hægt hefur verið að fylgjast með göngu þessara fiska og hefur hnúðlax þegar verið greindur í Eyjafjarðará. Næstu skref séu þau að vinna með veiðifélaginu og samstarfsaðilum að leggja til bestu aðferðir að fanga hnúðlaxinn og útbúa verklag sem getur reynst sem best í baráttunni við þennan óboðna gest.

Möguleikar á Evrópusamstarfi fyrir Hrafnagilsskóla

Þetta stóra evrópska rannsóknarverkefni hefur líka skemmtileg hliðaráhrif í nærsamfélaginu og Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit gæti notið góðs af því. Um er að ræða verkefni sem kallast Blue schools sem er þannig uppbyggt að skólar á þeim svæðum þar sem rannsóknarverkefnin eru í gangi geta sótt um að fá að vera með. Skólarnir geti fengið styrki til að búa til lítil verkefni sem tengjast inn í rannsóknarverkefnin og stofnað til tengsla við aðra skóla í Evrópu. er ég búinn tengja grunnskólann á Hrafnagili, þau eru mjög spennt og ætla fara á fullt inn í þetta Blue schools, svoleiðis skólar eru til um alla Evrópu. Þá komast þau kannski í skemmtilegt samstarf við aðra sambærilega grunnskóla og ekki síst af því grunnskólinn á Hrafnagili er kenna mjög mikið um umhverfið og Eyjafjarðará rennur auðvitað nánast í gegnum byggðina, segir dr. Þorleifur Ágústsson.