Fara í efni
Mannlíf

Gamla dúnsýrenan á Akureyri

 „Tími og tíska er nokkuð sem víða kemur við sögu. Val okkar á plöntum til ræktunar er ekki undanskilið þessari reglu. Runnar, blóm og tré eiga sitt blómaskeið og hverfa svo aftur úr tísku.“ 

Þannig hefst pistill Helga Þórssonar um Tré vikunnar þar sem hann fjallar um sýrenu.

Pistill er skemmtilegur og fróðlegur. Helgi segir meðal annars: 

„Það hefur vakið athygli undirritaðs í sveitinni að kýr vilja helst ekki éta sýrenur, þó ekki séu þær eitraðar. Hinsvegar er það svo að kettir naga gjarnan sýrenur í tætlur eins og garðeigendur margir hverjir vita. Það verður að teljast merkilegur eiginleiki að vera ofbeitt af rándýrum en látin vera af grasbítum.“ 

Smellið hér til að lesa pistil Helga.