Fara í efni
Íþróttir

GA sér um rekstur golfvallarins á Siglufirði

Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, og Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Mynd: GAgolf.is.

Fyrir nokkru var undirritaður samningur milli Golfklúbbs Akureyrar og Sigló Golf um rekstur golfvallarins á Siglufirði. Meðlimir í GA og GKS geta spilað báða velli gegn vægu gjaldi. Lykilatriðið er að efla þjónustu við kylfinga á Norðurlandi að sögn framkvæmdastjóra GA.

Samningurinn var undirritaður í maí og völlurinn á Siglufirði opnaður 3. júní. Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA, segir völlinn líta vel út þrátt fyrir að notaðar séu tvær vetrarflatir. Steindór segir lykilatriði í samstarfinu vera að efla þjónustu við kylfinga á Norðurlandi og efla golfið og golfvellina á þessu svæði. Samstarfssamningurinn er á milli GA, Golfklúbbs Siglufjarðar og Barðsmanna ehf., en þeir síðasttöldu munu sjá um daglega umhirðu vallarins, svo sem slátt og annað þess háttar, ásamt því að sjá um rekstur golfskálans. 

Ítarlegri umfjöllun er um samninginn í frétt sem birtist á vef Golfklúbbs Akureyrar þegar samningurinn var gerður.