Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti heimaleikurinn var erfitt verkefni

Írinn Jordan Connor, besti leikmaður Þórs í kvöld, og Fotios Lampropoulos, gríðargóður 38 ára Grikki…
Írinn Jordan Connor, besti leikmaður Þórs í kvöld, og Fotios Lampropoulos, gríðargóður 38 ára Grikki sem gekk til liðs við Njarðvíkinga í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar áttu við ofurefli að etja þegar Njarðvíkingar, nýkrýndir bikarmeistarar í körfubolta, sóttu þá heim í kvöld í efstu deild Íslandsmótsins, Subway deildinni. Gestirnir sigruðu með 18 stiga mun, 109:91 eftir að staðan var 60:47 fyrir þá í hálfleik.

Skorið í hverjum leikfjórðungi: 20:35 – 27:25 – 47:60 – 19:26 – 25:23 – 91:109

Njarðvíkingum er spáð afar góðu gengi í vetur og ekki að undra því liðið er geysisterkt. Þórsliðið á án efa eftir slípast betur saman, því miklar mannabreytingar hafa orðið frá síðasta vetri. Mótherjar í þessum fyrsta heimaleik vetrarins eru gríðarlega sterkir og því varla sanngjarnt að dæma Þórsliðið út frá frammistöðunni í kvöld. 

 • Jordan Connor 25 stig, 9 fráköst (26:09 mínútur)
 • Atle Bouna Black N'Diaye 19 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar (33:45 mínútur)
 • Ragnar Ágústsson 8 stig, 6 fráköst (16:31)
 • Dúi Þór Jónsson 5 stig, 3 fráköst, 14 stoðsendingar (33:45)
 • Kolbeinn Fannar Gíslason 12 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending (20:44)
 • Eric Etienne Fongue 8 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar (31:28)
 • Ólafur Snær Eyjólfsson 3 stig (6:15)
 • Hlynur Freyr Einarsson 7 stig, 3 fráköst (14:24)
 • Smári Jónsson 2 stoðsendingar (3:08)
 • Baldur Örn Jóhannesson 4 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar (13:51)
 • Andri Már Jónsson
 • Páll Nóel Hjálmarsson

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum

Dúi Jónsson, leikstjórnandinn ungi, fer framhjá Nicolas Richotti í kvöld. Dúi átti 14 stoðsendingar í leiknum! Í baksýn er Atle Bouna Black Ndiaye, sem gerði 19 stig.

Dedrick Deon Basile, sem var máttarstólpi í Þórsliðinu síðasta vetur, reyndist gömlu félögunum erfiður; gerði 23 stig, tók 7 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Var besti maður vallarins í kvöld skv. samanlagðri tölfræði. Hér er hann sestur á bekkinn undir lokin ásamt Loga Gunnarssyni.