Fyrirlestur Guðmundar um Óla G. á Listasafninu

Þriðjudagsfyrirlestur dagsins á Listasafninu heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Yfirskriftin er Óli G. – rómantíski expressíónistinn. Guðmundur fjallar þá um myndlist Óla G. Jóhannssonar og gerir tilraun til að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að samfélagið sé tilbúið að taka á móti honum og listinni. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.15, og aðgangur er ókeypis.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Óla G., Lífsins gangur, sem opnuð var á dögum í Listasafninu. Hann er þekktur fyrir greinilegan abstrakt expressjónískan stíl, þar sem kraftar náttúrunnar – sólin, vindurinn og hafið – flæða í gegnum verkin.
Yfirlitssýning verka Óla G. var opnuð nýverið á Listasafninu og mun standa framyfir áramót. Mynd: listak
Guðmundur Ármann. Mynd: Rakel Hinriksdóttir
Guðmundur Ármann hefur starfað sem myndlistarmaður síðan hann lauk háskólanámi frá listaháskólanum Valand í Gautaborg í Svíþjóð 1972. Hann hefur haldið yfir 52 einkasýningar og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga. Hann hóf kennsluferil sinn sem aðstoðarkennari í grafíkdeild Valand listaháskólans en lauk honum vorið 2014 eftir að hafa kennt við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í 14 ár. Árið 2012 lauk Guðmundur meistaranámi við Háskólann á Akureyri í kennslugreinum myndlistar og fjallaði lokaritgerðin um sjónmenningu og listnámskennslu við framhaldsskóla í Svíþjóð og á Íslandi.
Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Gilfélagsins.