Mannlíf
Frjálslegar fretur gamla Strandabóndans
29.09.2025 kl. 11:30

Það voru uppi mikil áhöld um það á heimilinu hvort Sigmundur afi gæti haldið aftur af náttúrulegum og næsta frjálslegum fretum sínum í fermingu Gunna bróður í okkar allra helgustu Akureyrarkirkju, þegar sjálfur frumburður fjölskyldunnar var fenginn til að staðfesta skírn sína á því herrans ári 1970.
Þannig hefst 99. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar.
Gamli Strandabóndinn var nefnilega ekki vanur að láta álit annarra hafa áhrif á búkhljóð sín, þá gjarnan þeim var til að dreifa.
Pistill Sigmundar í dag: Fretur
- Undanfarin misseri hefur akureyri.net birt vikulega pistla Sigmundar Ernis um æskuárin í heimabænum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Pistill dagsins, hinn 99. í röðinni, er sá síðasti að sinni.