Mannlíf
Fólk flanaði ekki að neinu í sumarleyfum
27.07.2025 kl. 06:00

Það var talað um fríið mánuðum saman undir viðkvæðinu Sjáumst í sumarfríinu, geri það í sumarfríinu enda þær langþráðu vikur lausn margs vanda sem steðjaði að húsi og verðlaunalóð.
Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
Pabbi svaf örlítið fram eftir á morgnana og fékk sér kaffi í sæmilegri ró og hlustaði á útvarpið. Smuga að Stefán Íslandi birtist á öldum ljósvakans með Áfram veginn í vagninum ek ég eða Einar Kristjáns með Hamraborgina háa og fagra og þá helst fyrir hádegisfréttir.
Frjáls af stimpilklukku verksmiðjunnar fór fjárbóndinn höndum um garðinn, dyttaði að og bætti.
Pistill dagsins: Sumarfrí