Fara í efni
Íþróttir

Flott spil og Tryggvi treður – MYNDBAND

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar í Casademont Zaragoza töpuðu 88:81 á útivelli fyrir Joventus Badalona í spænsku 1. deildinni í körfubolta í gærkvöldi.

Tryggvi lék í rúmar 26 mínútur (af 40) í leiknum, gerði sex stig og tók fjögur varnarfráköst. Tryggvi tók aðeins þrjú skot í leiknum og hitti úr þeim öllum – enda tróð hann boltanum í körfuna í öll skiptin.

Bárðdælingurinn stóri hefur leikið vel í vetur en Casademont gengur hins vegar afleitlega. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 12 og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Síðasta vetur varð liðið í þriðja sæti deildarkeppninnar, rétt á eftir Barcelona og Real Madrid, en í úrslitakeppninni gekk ekki eins vel og liðið vann aðeins einn leik af fimm.

Sjá Tryggva troða boltanum í körfuna eftir laglegt spil – HÉR