Fara í efni
Mannlíf

Fiktað með eldspýtur í gróðurhúsinu

Guð minn góður hrópaði mamma, stendur ekki gróðurhúsið í ljósum logum?
 
Andskotinn sjálfur æpti ég og rauk út.
 

Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.

Í sama mund birtust Gummi og Stjáni úr Eyrarvegi 33 á grindverkinu með fötur á lofti, röskleikadrengir og skátar góðir og hurfu í gróðurhúsið að kljást við eldinn en ég á eftir þeim byssubrandur.
 
Vissi uppá mig sökina um orsök eldsvoðans. Hafði fiktað með eldspýtur í gróðurhúsinu þegar mamma skúraði og kveikt í hrossaskít vegna ilms og velgju og migið á glæðurnar áður en ég hvarf aftur á fund mömmu og bónkústsins.
 

Pistill dagsins: Gróðurhússbruninn

Eyrarpúkinn tíður gestur á Akureyri.net