Mannlíf
Feitur á köflum eins og flestir Íslendingar
09.08.2025 kl. 06:00

Alltaf finnst mér lærdómsríkt að rifja upp söguna af ömmunni á elliheimilinu sem móðgaði dótturdóttur sína með því að slá því fram hvað hún væri orðin stór. Aumingja stúlkan fór í fár því lýsingarorðið stór táknaði í hennar huga feit, af því að við megum ekki segja lengur að einhver sé feitur, það er víst fitusmánun og þess vegna hefur stór komið í staðinn.
Þannig hefst þriðji pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Stefán ræðir í dag um hina forboðnu fitu. Best að taka það strax fram að sjálfur er ég í ofþyngd því ég skríð yfir 25 á BMI þannig að ég er ekki að kasta steinum úr glerhúsi, hjassinn og lurinn sem ég er, skrifar hann.
Pistill dagsins – Þessi þjóð er fitusprengd