Fara í efni
Íþróttir

Evrópuleikur 2. flokks KA – Ókeypis á völlinn

Byrjunarlið KA í fyrri leiknum gegn FS Jelgava í Lettlandi á dögunum. Mynd af vef KA.

Lið KA í 2. aldursflokki – U20 lið – sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrra mætir FS Jelgava á heimavelli í dag í síðari leik liðanna í Evrópukeppni, Evrópudeild ungmenna, UEFA Youth Leauge. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Lettlandi, 2-2 jafntefli. Með sigri í dag kæmust KA-strákarnir því í næstu umferð.

  • UEFA Youth League
    Greifavöllurinn kl. 14
    KA - FS Jelgava

Frítt er á leikinn í boði nokkurra stuðningsfyrirtækja félagsins, sem hvetur þó stuðningsmenn til að sækja sér frímiða á leikinn í Stubbi (miða-appinu) tímanlega vegna takmarkaðs fjölda miða.