Mannlíf
Er alltaf eðlilegt að fjarlægja tré úr görðum?
16.07.2025 kl. 10:45

Íbúum Akureyrar er í sjálfsvald sett hvort þeir láta fella tré í görðum sínum, eins og Akureyri.net hefur fjallað upp á síðkastið í kjölfar þess að stórt tré var fellt í Innbænum. Í pistli dagsins í röðinni Tré vikunnar veltir Sigurður Arnarson því fyrir sér hvort alltaf sé eðlilegt að fjarlægja tré úr görðum.
„Hvert sveitarfélag á Íslandi getur sett sér almennar reglur um trjáfellingar. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík gilda þær reglur að sækja þarf um leyfi til að fella tré ef þau eru yfir 8 metrar á hæð eða eldri en 60 ára. Oftast eru slík leyfi auðfengin en þó ekki alltaf,“ skrifar Sigurður.
„Sambærilegar reglur giltu í eina tíð á Akureyri en nú eru engar reglur í gildi um trjáfellingar í bænum. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort hann, burt séð frá kyni, fellir eða lætur fella tré í sínum garði. Það stendur þó vonandi til bóta með gerð sérstakrar trjáverndarstefnu.“
Pistill Sigurðar: Trjávernd