Fara í efni
Íþróttir

Þrjú af fjölmennustu mótum ársins hjá GA

Þrjú af 10 fjölmennustu opnu golfmótum ársins fóru fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Golfsamband Íslands tók saman og birti lista á dögunum.

Þátttakendur voru 224 á miðnætursólarmótinu Arctic Open, 208 léku Jaðarsvöll í Hjóna- og parakeppni Golfskálans og 204 tóku þátt í Höldur/KIA Open.

Fjölmennasta opna mótið hérlendis í ár var haldið í Hveragerði, 226 voru með í VITAgolf Open hjá Golfklúbbi Hveragerðis.

Þess er vert að geta að félögum í Golfklúbbi Akureyrar fjölgaði um 43 á árinu, GA skaust þar með upp fyrir Nesklúbbinn og er orðinn sjötti fjölmennasti golfklúbbur landsins.