Fara í efni
Mannlíf

Eitt helsta kennileiti elsta hluta Akureyrar

„Eitt helsta kennileiti elsta hluta Akureyrar, stendur á hólbrún neðst í norðanverðu Búðargili, ofan við hina eiginlegu Akureyri, sem mynduð er af framburði Búðarlækjar en er fyrir margt löngu horfin inn í síðari tíma uppfyllingar. Um er að ræða Aðalstræti 4, eða Gamla Apótekið.“

Þannig hefst nýjasti pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins. Hann fjallar í dag, eins og nærri má geta, um Aðalstræti 4.

 „Í upphafi þessarar aldar kom þetta hús, sem byggt er upp úr miðri 19. öld, fyrir sjónir eins og smækkuð mynd af Stjórnarráðshúsinu en þá var það múrhúðað og hvítmálað, en líkt og á „Stjórnarráðinu“ er helsta sérkenni Gamla Apóteksins gaflsneiðingar og mikill miðjukvistur. Þessi ásýnd hússins heyrir þó sögunni til, en þar var um að ræða breytingu sem gerð var um miðja 20. öld, og kallað „forskalning“. Nú hefur húsið verið fært nær upprunalegu útliti og er sannkölluð bæjarprýði.“

Pistill Arnórs Blika: Aðalstræti 4; Gamla Apótekið