Mannlíf
Draumar um möndlur, kúlur og Akrakarmellur
31.08.2025 kl. 06:00

Mig dreymir um bláar og brúnar Akrakarmellur, núggat- og rjómatoffí, tuttuguogfimmaurakúlur, súkkulaðivindla og rauðar möndlur og fúlsa ekki við Heklustaur og sterku brenni.
Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
Flestu má sporðrenna með gosi og passar ískalt og freyðandi Cream Soda sérlega vel með Mónubuffi sem er loftkenndara en Lindubuffið og ekki eins slæmt fyrir tennurnar.
Pistill dagsins: Legið í gottinu