Fara í efni
Mannlíf

Draumar um möndlur, kúlur og Akrakarmellur

Mig dreymir um bláar og brúnar Akrakarmellur, núggat- og rjómatoffí, tuttuguogfimmaurakúlur, súkkulaðivindla og rauðar möndlur og fúlsa ekki við Heklustaur og sterku brenni.

Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
 
Flestu má sporðrenna með gosi og passar ískalt og freyðandi Cream Soda sérlega vel með Mónubuffi sem er loftkenndara en Lindubuffið og ekki eins slæmt fyrir tennurnar.