Fara í efni
Íþróttir

Connors og Lawton á förum vegna meiðsla

Jordon Connors, til vinstri, og Jonathan Lawton. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Jordon Connors, til vinstri, og Jonathan Lawton. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Tveir erlendu leikmannanna hjá körfuboltaliði Þórs, Írinn Jordan Connors og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru á förum til síns heima. Báðir eru meiddir og ljóst að hvorugur verður leikfær á ný fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð, jafnvel tvo mánuði. Þórsarar telja sig ekki geta beðið svo lengi.

Bakvörðurinn Lawton meiddist í fyrstu umferð Íslandsmótsins og hefur ekki komið við sögu síðan nema hvað hann tók þátt í hluta bikarleiks gegn Fjölni, til að láta á það reyna hvort hann gæti beitt sér. Hinn fjölhæfi Connors, sem hefur verið besti maður liðsins í vetur, meiddist í bikarleiknum.

Þórsarar semja væntanlega innan tíðar við aðra leikmenn í stað þeirra Connors og Lawton.