Fara í efni
Mannlíf

Chelsea – Þetta var spurning um sjálfstæði

Gunni bróðir hélt með Leeds þegar ég var um það bil að komast til vits og ára, en það merkti raunar í mínu tilviki að ég hafði ekki öðlast þroska til að velja mér lið í enska fótboltanum.

Þannig hefst 80. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En ég var níu ára. 1970. Vikugamall bikarúrslitaleikur var sýndur eins og hvert annað svarthvítt sjónvarpsefni í viðtækjunum heima í stofu, og Gunni bróðir hafði haft á orði, fyrr um daginn, að hans menn myndu taka slaginn.

Pistill dagsins: Chelsea