Brosið á gamla manninum fraus

„Nei, en hugguleg stúlka,“ sagði gamli maðurinn og brosti sínu blíðasta – til mín.
Í Orrablóti dagsins heldur Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri.
Láttu ekki svona, maður, sérðu ekki að þetta er strákur?“ flýtti konan sem var með honum sér að segja. Líklega frekar dóttir hans en eiginkona. Þau töluðu þýsku sín á milli en gerðu sér ekki grein fyrir því að ég er stúdent af málabraut og skildi fyrir vikið hvað þau voru að segja. Það var svo sem ekkert sérstaklega flókið. Orðin „Mädchen“ og „Junge“ höfðu þarna mesta vigt.
Brosið á gamla manninum fraus, eins og sumarið í hylnum forðum, og hann hrökklaðist skömmustulegur inn í aðalsýningarsalinn á Náttúrugripasafninu á Akureyri, þar sem ég var safnvörður. Ég glotti við tönn.
Pistlar Orra Páls birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.
Orrablót dagins: Þegar ég var hugguleg stúlka