Fara í efni
Mannlíf

Boltakúnstir á gulum morgnum und glærri sól

Héldum á lofti og töldum skiptin eins og heimsviðburði. Komumst í fimm og sex og dvaldist þar, komumst í átta og níu, rufum tveggjatölumúrinn og hrópuðum þrettán, seytján, tuttuguogeitt!

Þannig kemst Jóhann Árelíuz að orði í kafla dagsins úr Eyrarpúkanum, bókinni sem Akureyri.net birtir einn kafla úr á hverjum sunnudegi.

Þannig liðu gulir morgnar und glærri sól á stuttbuxum að skalla á milli græna skúrsins hans Hreiðars og ómúraða skúrsins Skarphéðins pabba Lilju.

Var hægt að hefja daginn hærra en að slá halda-á-lofti metið frá í gær?

Pistill dagsins: Með hæla í rassi

Eyrarpúkinn tíður gestur á Akureyri.net