Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær verður í beinni á Vamos

Birkir Blær verður í beinni á Vamos

Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson tekur þátt í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4, eins og Akureyri.net hefur fjallað um undanfarið. Birkir hefur slegið rækilega í gegn og er í hópi ellefu söngvara sem eftir eru, en einn er kosinn út úr keppninni í hverjum þætti.

Næsti þáttur er á dagskrá á morgun og mögulegt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á einum stað í heiminum utan Svíþjóðar – á veitingastaðnum Vamos við Ráðhústorg á Akureyri! Birkir Blær og Eyþór Ingi Jónsson, stjúpfaðir hans, sömdu við TV4 og Idol um að gera spenntum aðdáendum söngvarans í heimabænum kleift að fylgjast með honum á morgun.

Birkir syngur lagið A Change Is Gonna Come, sem Sam Cooke flutti upphaflega fyrir margt löngu. Útsendingin hefst klukkan 18.00 og verður þátturinn sýndu á tjaldi og í gegnum hljóðkerfi.

Matur og drykkur verður til sölu á staðnum.