Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær enn og aftur kosinn áfram

Birkir Blær Óðinsson var kosinn áfram í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Að þessu sinni söng hann lagið Leave The Door Open sem Bruno Mars og Anderson .Paak sendu frá sér fyrr á þessu ári.

Dómararnir voru hæstánægðir með Birki Blæ sem fyrr og ekki síður áhorfendur sem greiddu honum atkvæði sitt, fyrir flutning Coldplay lagsins Yellow, sem hann söng síðasta föstudag.

Eftir þátt kvöldsins eru níu keppendur eftir.