Fara í efni
Íþróttir

Bikarleikur Vestra og Þórs sýndur beint

Markvörðurinn ungi, Auðunn Ingi Valtýsson, og Sveinn Elías Jónsson, aðstoðarþjálfari, eftir sigurlei…
Markvörðurinn ungi, Auðunn Ingi Valtýsson, og Sveinn Elías Jónsson, aðstoðarþjálfari, eftir sigurleikinn gegn Grindavík í síðustu umferð bikarkeppninni. Auðunn Ingi er aftur í byrjunarliðinu í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar mæta liði Vestra í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, klukkan 18.00 á Ísafirði. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu, smellið hér til að horfa.

Þór hóf leik í 2. umferð bikarkeppninnar, sigraði þá Magna 3:0 í Boganum með mörkum Sölva Sverrissonar, Fannars Daða Malmquist Gíslasonar og  Aðalgeirs Axelssonar og í 32-liða úrslitum lögðu Þórsarar lið Grindavíkur að velli, 2:1, á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) þar sem Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo Calleja skoruðu.

Leikskýrslan er kominn á netið, smellið hér til að sjá byrjunarlið Þórs.