Fara í efni
Íþróttir

Andrea Ýr og Skúli á sex höggum yfir pari

Andrea Ýr Ásmunsdóttir er í 5.-8. sæti eftir fyrsta keppnisdag á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Skúli Gunnar Ágústsson léku best Akureyringa á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Bæði léku völlinn á sex höggum yfir pari.

Fimm Akureyringar keppa á mótinu, Andrea og fjórir karlar.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur forystu eftir fyrsta dag í kvennakeppninni. Perla, sem er aðeins 15 ára, varð á dögunum Evrópumeistari 16 ára og yngri. Hún lék á pari vallarins í dag, 70 höggum. 

  • Andrea Ýr lék á sex höggum yfir pari sem fyrr segir, 76 höggum, og er í 5.-8. sæti.

Kristófer Orri Þórðarson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er í efsta sæti í karlakeppninni á 66 höggum, fjórum undir pari vallarins.

Skor Akureyringanna var sem hér segir:

  • Skúli Gunnar Ágústsson er jafn nokkrum öðrum í 50. sæti á 76 höggum eftir fyrsta dag, sex höggum yfir pari.
  • Veigar Heiðarsson lék á 78 höggum í dag, átta yfir pari.
  • Lárus Ingi Antonsson lék á 81 höggi, 11 yfir pari.
  • Óskar Páll Valsson lék á 84 höggum, 14 yfir pari.

Smellið hér til að sjá stöðuna í karlaflokki

Smellið hér til að sjá stöðuna í kvennaflokki