Fara í efni
Fréttir

Alþjóðlegt vísindaþing og Akureyrarklíník?

Komið hafa komið fram hugmyndir um að halda alþjóðlegt vísindaþing á Akureyri á næsta ári og í því sambandi er nefnt að alþjóðlegi ME-dagurinn er 12. maí, sem lendir á sunnudegi árið 2024. Greint var frá þessu á vel heppnuðu málþingi um Akureyrarveikina sem fram fór á Amtsbókasafninu á Akureyri á laugardaginn.

Fólk með ME sjúkdóminn hefur hingað til ekki fengið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Í máli Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, sem sleit málþinginu kom fram að hún vonaðist eftir að að ári gæti hún kynnt starfsemi Akureyrarklíníkurinnar, þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn og skyldra kvilla. Til þess að svo geti orðið er óskað eftir fjármagni.

Frétt Akureyri.net: Vel heppnað málþing um Akureyrarveikina