Fara í efni
Íþróttir

Allt gull til Akureyrar og Aldís bætti metið

Íslandsmeistararnir þrír; frá vinstri: Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir, eftir glæsilega frammistöðu um helgina.

Keppendur frá Skautafélagi Akureyrar unnu alla þrjá Íslandsmeistaratitlana í listhlaupi, þegar Íslandsmeistaramótið fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi.

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í flokki sem kallast Advanced Novice, Júlía Rós Viðarsdóttir í Junior og Aldís Kara Bergsdóttir í besta flokknum, Senior. Hún var eini keppandinn þar, enda lang best hér á landi í listhlaupi á skautum. Hún tryggði sér fyrr í haust, fyrst íslenskra skautara, sæti á Evrópumeistaramóti í listhlaupi. EM fer næst fram í Tallinn í Eistlandi í janúar.

Allar þrjár vörðu Íslandsmeistaratitla frá því í fyrra auk þess sem en Aldís Kara setti einnig stigamet á mótinu, í stuttu æfingunum, frjálsum æfingum og í heildarstigakeppninni.

Á laugardaginn bætti Aldís Kara Íslandsmetið í stuttu æfingunum, sem hún setti sjálf á Finlandia Trophy í október. Hún fékk 47,31 stig núna á laugardaginn. Daginn eftir fékk hún svo 88,83 stig fyrir frjálsu æfingarnar og alls 136,40 stig, sem er hæsta skor sem skautari hefur fengið á Íslandi.

Nánar hér á heimasíðu Skautafélags Akureyrar.

EM sæti tryggt – stór stund hjá Aldísi