Fara í efni
Mannlíf

Aldrei of snemmt að ganga „síns verka á vit“

Orrablót dagsins, þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri, hefst með þessum orðum:

Ár skal rísa
sá er á yrkjendur fáa
og ganga síns verka á vit.
Margt um dvelur
þann er um morgun sefur.
Hálfur er auður und hvötum.

Síðan segir Orri Páll:
 
Þessi speki úr Hávamálum hékk yfir lokrekkju afa míns, Snæbjörns Sigurðssonar á Grund. Þá var hann að vísu orðinn gamall maður og veikur og kraftar á þrotum en löngu búinn að búa svo um hnúta að niðjar hans færu eftir þessu líka, eins og hann hafði gert alla sína tíð.

Mér var með öðrum orðum ungum kennt að lífið snerist um vinnu og að aldrei væri of snemmt að ganga „síns verka á vit.“ Þannig lærði ég að keyra dráttarvél áður en mér var kennt að lesa. En þið segið auðvitað ekki nokkrum lifandi manni frá því. Né dauðum.
 

Orrablót dagsins: Hvernig koma á Skoda upp brekku