Fara í efni
Fréttir

Ákall vegna þjónustu við fólk með heilabilun

Aðstandendur fólks með heilabilun á Akureyri birtu í dag ákall til bæjarstjórnar Akureyrar þess efnis að þjónusta við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra verði bætt. 

Ákallið er sett fram í grein sem Olga Ásrún Stefánsdóttir skrifar fyrir hönd hópsins og birtist á Akureyri.net.

„Auka þarf aðstoð við fjölskyldur sem eru að stíga fyrstu skrefin þegar einstaklingur innan hennar greinist með heilabilun,“ segir hún meðal annars í greininni.

„Umsóknarferli í þeim tilgangi að fá þjónustu og stuðning heim eru oft flókin og nauðsynlegt er að hægt sé að leita eftir og fá ráðgjöf frá fagfólki sem hefur þekkingu og reynslu á þessu sviði bæði fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.“

Fulltrúar í Sólblóminu hafa í gegnum hópavinnu dregið saman nokkur atriði sem mest eru talin aðkallandi að ýta úr vör og segja frá þeim í greininni.

Smellið hér til að lesa ákallið til bæjarstjórnar.