Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Sverrir Þór – Sveppi

Hvernig varð allt til? Þessi gæi hefur skapað margt sem orðið er cult á skjánum. Af hverju gekk hann hringinn í kringum landið? Hvernig kom hugmyndin til hans og hvernig gekk ... að ganga? Hvernig fékk Auddi óvart vinnu á Popptíví?

Þannig spyr Ásgeir Ólafsson Lie í kynningu á nýjasta þætti hlaðvarpsraðarinnar 10 bestu. Viðmælandinn er Sverrir Þór Sverrisson – Sveppi, sem leikur í And Björk, of course ... sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á morgun.

Ásgeir segir enn, í kynningunni:

„Á Ásgeir Kolbeins nafnið á FM 95Blö? Steypustöðin, Algjör Sveppi brandið, Sveppamyndirnar, Cannes hátíðin, Santa Barbara, Montpellier, Dr. frúin, börnin, staðan núna, framtíðin og ... er draumurinn að koma á skjáinn aftur? Það er margt nýtt sem þú lærir um manninn Sverri Þór þessar mínútur. Hann hefur leikið í mörgum þáttum, kvikmyndum og á sviði. Hvað er í uppáhaldi hjá honum frá leikhúsinu og af hverju það verk? Sátum í tæpar 3 klst. Hefðum getað tekið 6 klst auðveldlega.

Takk fyrir gott spjall Sveppi.

Takk fyrir að hlusta!“

 Smellið hér til að hlusta á þáttinn