Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: María Heba Þorkelsdóttir

María Heba Þorkelsdóttir leikkona er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsraðarinnar 10 bestu. Hún tekur þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu And Björk of course ... eftir Þorvald Þorsteinsson.
 

„Hún fer yfir sína tíð sem leikkona, móðir og eiginkona. Þau hjónin, Kristófer Dignus og hún, eiga saman þrjú börn og hafa verið saman í 30 ár,“ segir Ásgeir í kynningu þáttarins.

„María fagnar timamótum á árinu og segir okkur öll vera nógu góð og ættum að læra að skilja það betur. Hún lék i kvikmyndinni Okkar eigin Osló og í sjónvarpsþáttunum Systrabönd og hlaut fyrir þau hlutverk Edduna. Svo hefur hún tekið þátt i alls kyns uppfærslum. Hún starfar sem flugfreyja í dag og langaði alltaf að verða dansari. Hún elskar gott karaokí og góðan dans við góða tónlist. Það var gaman og gott að setjast niður með Maríu Hebu og kynnast henni betur.“

Smellið hér til að hlusta