Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Gestur Einar Jónasson

Gestur Einar Jónasson, leikari og fyrrverandi útvarpsmaður, er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum 10 bestu.

„Gestur Einar er leikandi léttur alltaf. Hann hefur leikið á sviði og í kvikmyndum og hann elskar tónlist. Hann er komin á eftirlaun og dundar sér við ýmislegt eins og að smíða pínulítil hús svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ásgeir í kynningu þáttarins. „Það er býsna fróðlegt að skauta veginn sem hann hefur farið með honum. Hann er meistari í frásögn og stórskemmtilegur. Allt fengum við að vita um aðkomu hans að tveimur íkonískustu kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á Íslandi. Hann hefur leikið í þeim báðum. Lítið hlutverk í annarri og Gogga sem allir þekkja úr Stellu í orlofi í hinni.“

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.